tisa: Leti er hollur lífstíll
miðvikudagur, maí 10, 2006
Leti er hollur lífstíll
Og enn halda prófin áfram. Þrjú búin, þrjú eftir. Síðan hið mikilvæga. Bíll.
Ég er að fara að sækja um ökuskírteini í dag. One step closer.
Annars er ég alltof lítið stressuð fyrir þessi próf. En ég veit ástæðuna. Því ég er það klár að ég þarf ekki að hafa áhyggjur. Neeei. Það er vegna þess að leti dregur úr streitu og kvíða. Það stóð í Mogganum. Á forsíðunni sko. Leti sögð vera holl, þetta stóð með stórum og skýrum stöfum. Svart á hvítu. Og hana nú.
Ég hafði rétt fyrir mér allan tímann. Það er hvorki óhollt né heilsuspillandi að vera latur.
Ég er ekki búin að taka mynd á myndavélina mína. Vill einhver verða módel fyrir mig?
Ég tók góða ákvörðun í gær. Ég ákvað að læra ekki og fara að versla. Sé ekki eftir því. Eyddi mikið af dýrmætum pening. En það er allt í lagi, er svo rík.
Ég ætla að borða snúð núna.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 13:42
6 comments